„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“

Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.

Lars Larsen
Lars Larsen
Auglýsing

Auð­kýf­ing­­ur­inn Lars Lar­­sen lést á heim­ili sínu í Sil­ke­­borg í Dan­mörku í byrjun síð­ustu viku. Hann var 71 árs þegar hann lést en fyrir tveim­ur mán­uðum lét hann af stjórn­­­ar­­for­­mennsku í versl­un­­ar­keðj­unni JYSK vegna veik­inda. Jacob Bruns­­borg, sonur Lars, tók þá við stjórn­­­ar­­for­­mennsku í fyr­ir­tæk­inu en hann hafði greinst með lifr­ar­krabba­mein nokkru áður. Borg­þór Arn­gríms­son fjall­aði um Lars árið 2014 fyrir Kjarn­ann og verður hér rifjuð upp sú umfjöll­un. 

Lars Larsen, Dyne Larsen eða Rúm­fata-L­ar­sen kom í heim­inn þann 6. ágúst árið 1948. Hann var yngstur fjög­urra systk­ina sem fædd­ust á fimm árum en sá skuggi hvíldi þó yfir þess­ari fjölgun í fjöl­skyld­unni að heim­il­is­fað­ir­inn, Lars Krist­inus Larsen, lést áður en dreng­ur­inn fædd­ist, aðeins 55 ára gam­all, og móð­ir­in, Signe Vera Kirstine Han­sen, ákvað að sá stutti skyldi bera nafn föð­ur­ins og hann var því skírður Lars Krist­in­us. 

Þegar þau Lars eldri og Signe kynnt­ust var hann kom­inn undir fimm­tugt en hún tíu árum yngri. Þau voru bæði af fátæku fólki komin en tókst að kaupa jörð við þorpið Arn­borg á Mið-Jót­landi og lifðu fyrst og fremst af kart­öflu­rækt. Lars eldri tók tals­verðan þátt í félags­mál­um, sat í safn­að­ar­nefnd og í stjórn sjúkra­sam­lags­ins á svæð­inu. Signe var mjög trúuð og hafði starfað með Hjálp­ræð­is­hernum áður en hún gift­ist.

Auglýsing

Skyldi verða kaup­maður

Frá­fall hús­bónd­ans var reið­ar­slag fyrir fjöl­skyld­una. Ekkj­an ­reyndi að halda búskapnum áfram en neydd­ist fljót­lega til að ­selja jörð­ina. Hún keypti minni jörð og reyndi líka fyrir sér í hót­el­rekstri en hún var heilsu­veil og eftir skamman tíma var hót­elið selt. Signe keypti þá litla sæl­gæt­is­verslun í Hurup á Norð­ur­-Jót­landi. Lars sagð­ist fá vatn í munn­inn þegar hann minn­ist sæl­gæt­is­ins en sér, og öðrum, hafi snemma orð­ið ­ljóst að bóndi yrði hann ekki.

Skóla­gangan hófst 5. ágúst 1956, þá var Lars sjö ára en dag­inn eftir varð hann átta ára. Hann segir í ævi­sögu sinni að vegna reglna um að börn skyldu byrja í skóla þegar þau væru sjö ára, miðað við fæð­ing­ar­dag en ekki fæð­ing­ar­ár, hafi hann verið elstur í bekknum og það hafi oft komið sér vel.

Framan af gekk sæl­gæt­is­versl­unin prýði­lega en síðan tók að halla undan fæti. Signe var illa haldin af gigt og auk þess sótti á hana þung­lyndi sem ágerð­ist hratt. Lars segir í ævi­sögu sinni að þegar hann var 12 ára hafi móðir hans verið orðin óvinnu­fær og dvalist lang­tímum saman á sjúkra­hús­um. Börnin bjuggu þó áfram í litla hús­inu sem móðir hans hafði keypt, þau stund­uðu ýmiss konar íhlaupa­vinnu til að afla tekna. Eldri systk­inin hættu í skól­anum þegar skyldu­nám­inu lauk, eftir sjö­unda bekk, en fyrir hvatn­ingu skóla­stjór­ans hélt Lars áfram og lauk gagn­fræða­prófi árið 1966. Hann hafði mik­inn áhuga á að verða kenn­ari en eldri bróð­ir­inn Hans sagði að það væri ekki rétta starf­ið, hann ætti að verða kaup­mað­ur.

Lars fékk starf sem lær­lingur í versl­un­inni Magasin H&L í Thi­sted, þar voru seldar sængur og kodd­ar, dýn­ur, gard­ín­ur, kjóla­efni og margt fleira. Á þessum tíma kynnt­ist hann hjúkr­un­ar­fræði­nem­anum Kristine Bruns­borg, sem varð eig­in­kona hans.

Löng röð fyrir utan búð­ina

Árin hjá H&L voru lær­dóms­rík og Lars vakti athygli yfir­manna sinna fyrir dugnað og útsjón­ar­semi. Einu sinni gerð­ist það að Lars var sendur til að líta á rúm­dýnur hjá nokkrum fram­leið­end­um, en þar sá hann meðal ann­ars nokkrar dýnur sem höfðu orðið fyrir lít­ils­háttar hnjaski þegar flutn­inga­bíll valt.

Lars keypti dýn­urnar og margt fleira á mjög lágu verði. Svo mikið reyndar að það hefði dugað til að fylla versl­un­ina hjá H&L tíu sinn­um. Svo var aug­lýst að vörur sem sumar væru eilítið útlits­gall­aðar yrðu seldar í versl­un­inni föstu­dag og laug­ar­dag. Þegar starfs­fólkið mætti til vinnu á föstu­deg­inum var löng röð fyrir utan búð­ina og allt seld­ist upp á þessum tveim dög­um. Þarna, sagði Lars, fékk hann kannski hug­mynd­ina að JYSK. 

Nokkru síðar sagði Lars upp starf­inu hjá H&L og þau Kristine, sem ætíð var kölluð Kris, fluttu til Ála­borg­ar. Hún hafði fengið starf á sjúkra­húsi og Lars fékk vinnu í verslun sem seldi gard­ínur og glugga­tjöld. Árið 1974 fékk hann vinnu hjá annarri verslun sem seldi rúm, rúm­fatn­að, gard­ínur og áklæði.

Auglýsing

Vildu hafa gæs í lógóinu

Árið 1979 ákvað Lars Larsen að nú væri komið að honum sjálfum að ráða ferð­inni. Í sam­vinnu við tvo félaga sína ákvað hann að opna verslun í Árós­um. Þeir tóku á leigu 500 fer­metra skemmu við Sil­ke­borg­vej, svo­lítið fyrir utan mið­bæ­inn. Hús­næðið var ódýr­ara en við aðal­versl­un­ar­götur bæj­ar­ins og þarna voru næg bíla­stæði. Þeir félagar ákváðu að versl­unin skyldi heita Jysk sen­getøjsla­ger. Þeir voru jú allir frá Jót­landi og seinna orðið í nafn­inu lýsti vör­unum en end­ingin „la­ger“ gaf jafn­framt til kynna að þetta væri öðru­vísi versl­un.

Nokkrar aug­lýs­inga­stofur sem þeir leit­uðu til sögðu að nafnið væri allt of langt og þegar þeir félagar sögðu að þeir vildu hafa gæs og eitt­hvað sem tákn­aði rúm sem lógó versl­un­ar­innar sögðu aug­lýs­inga­stof­urn­ar: „Nei, takk.“ Ein lítil stofa tók verk­efnið að lokum að sér og gerði eins og Lars og félagar vildu, hann­aði merkið og jafn­framt aug­lýs­ing­ar, sem voru í senn ein­faldar og lýsandi.

Þann 2. apríl 1979 klukkan 8 um morg­un­inn var versl­unin við Sil­ke­borg­vej opn­uð, en þá biðu á annað hund­rað manns við dyrnar og nán­ast allt seld­ist upp á fyrsta degi. „Við höfðum gert eitt­hvað rétt,“ sagði Lars síðar í við­tali. Hálfum mán­uði síðar var verslun númer tvö opnuð í Hadsund á Jót­landi. Nokkrum dögum síðar var svo opnuð verslun í Ála­borg.

Vel þekktur í Dan­mörku

Lars varð fljót­lega lands­þekkt­ur, hann kom sjálfur fram í aug­lýs­ingum fyr­ir­tæk­is­ins sem voru bæði ein­faldar og ódýr­ar, svo ein­faldar að aug­lýs­inga­fram­leið­endur hlógu. Þeir hefðu þó getað sparað sér hlát­ur­inn því text­inn sem Lars fór með, „Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt til­bu­d,“ hitti algjör­lega í mark og bæði versl­an­irnar og mann­inn þekkir hvert ein­asta danskt manns­barn.

Árið 1983 keypti Lars Larsen hlut beggja félaga sinna og hefur síðan verið eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins. Árið 2001 var nafn­inu breytt og það heitir nú JYSK. Gæsin er enn hluti af merkis fyr­ir­tæk­is­ins en rúm­gafl­inn er horf­inn.

JYSK lógó

Fyrsta verslun Jysk sen­getøjsla­ger utan Dan­merkur var opnuð í Þýska­landi 1984, nú eru þar hund­ruð JYSK-versl­an­ir. Alls eru versl­anir JYSK nú um 2000 tals­ins í 35 lönd­um. Nokkur hluti þess­ara versl­ana er í eigu ann­arra – til að mynda Rúm­fatalager­inn á Íslandi – sem hafa sér­stakan samn­ing við JYSK. Vöru­úr­valið er í dag miklu meira en það var í upp­hafi, en Lars sagði í við­tali að versl­anir JYSK væru fyrir almenn­ing sem gæti fengið flesta hluti til heim­il­is­ins, annað en mat­vöru, á hag­stæðu verði. „Hús­gögnin eru ekki hönn­un­ar­vara en duga vel til síns brúks og kosta lít­ið,“ bætti hann við. Mikið af fram­leiðsl­unni verður til í verk­smiðjum JYSK víða um lönd en annað er keypt af öðrum fram­leið­end­um.

JYSK rek­ur nú rúm­­lega 2.800 versl­an­ir í 52 lönd­um í Evr­­ópu, Mið-Aust­­ur­lönd­um og Asíu, þar með talið versl­an­ir Rúm­fa­tala­­ger­s­ins á Íslandi. Tekj­ur keðj­unn­ar nema um 26 millj­­örðum danskra króna á ári, jafn­­v­irði 480 millj­­arða ís­­lenskra, sam­kvæmt árs­­skýrslu fyr­ir­tæk­is­ins.

Vinnan áhuga­málið

Lars lét sér ekki nægja að beina kröftum sínum að JYSK. Hann keypti einnig hús­gagna- og hús­bún­að­ar­versl­an­irnar ILVA og IdeMöbler en vöru­úr­valið þar var annað en í versl­unum JYSK og verðið hærra. Boli­a-hús­bún­að­ar­versl­an­irn­ar, sem skiptu tugum og eru í nokkrum Evr­ópu­löndum auk Dan­merk­ur, voru einnig í eigu Rúm­fata-L­ar­sens. Árið 1990 stofn­aði hann ferða­skrif­stof­una Larsen rejser en sá rekstur gekk ekki vel og árið 1998 keypti ferða­skrif­stofan Kuoni Larsen rejser.

Árið 2004 gaf Lars Larsen út æviminn­ingar sín­ar, sem hann skrif­aði sjálf­ur. „Go´daw, jeg hedder Lars Larsen – Jeg har et godt til­bu­d“, var dreift inn á öll heim­ili í Dan­mörku. Lars sagði þar að þrátt fyrir fátækt og erf­ið­leika í æsku hefði hann átt gott líf og verið gæfu­mað­ur. Hann sagði að eig­in­konan Kris, sem enn vann í versl­un­inni í Sil­ke­borg, hefði verið sinn stóri happ­drætt­is­vinn­ing­ur. Þau áttu tvö börn; son­ur­inn Jacob vann hjá JYSK en dóttirin Mette var kúa­bóndi. Sjálfur vann Lars alla daga í fyr­ir­tæk­inu. Blaða­maður dag­blaðs­ins Berl­ingske spurði Lars Larsen eitt sinn hvort ekki væri tími til kom­inn að þriðji rík­asti maður Dan­merkur færi að slaka á og sinna áhuga­mál­um. „Sinna áhuga­mál­un­um, það hef ég gert síðan 1979 og ætla að halda því áfram,“ svar­aði Lars og bætti við: „Það er ríki­dæmi.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar